Hræsni heimsmálanna

Punktar

Þegar Bandaríkjastjórn segir, að ráðast þurfi til atlögu gegn ríkjum, sem safna gereyðingarvopnum og hunza alþjóðasamfélagið, hlýtur okkur fyrst af öllu að detta Ísrael í hug. Þegar Bandaríkjastjórn segir, að ráðast þurfi til atlögu gegn ríkjum, þar sem hryðjuverk eru kennd í skólum, hlýtur okkur fyrst af öllu að detta Pakistan í hug. Þegar Bandaríkjastjórn segir, að ráðast þurfi til atlögu gegn ríkjum, sem fjármagna hryðjuverk, hlýtur okkur fyrst af öllu að detta Sádi-Arabía í hug. Allt eru þetta skjólstæðingar Bandaríkjanna sjálfra. Ekki þarf að fara fleiri orðum um botnlausa hræsni heimsmálanna.