Engin hátækni hér

Punktar

Þótt tölvunotkun og tölvueign sé almennari hér á landi en víðast annars staðar, skilar það sér ekki í hátækni sem uppsprettu útflutningstekna, svo sem sjá má í grafi frá Þorvaldi Gylfasyni prófessor. Aðeins 2% útflutningstekna okkar eru frá hátækni, en tíu sinnum meira eða 20% hjá Finnum og Svíum og 30% hjá Bandaríkjamönnum. Af hátækni þekkjum við helzt Oz og deCode, fyrirtæki, sem hafa aðallega útgjöld, en lítið af tekjum. Við erum enn frumvinnsluþjóðfélag, sem framleiðir fisk og kjöt og ál.