Eigendur Fréttablaðsins

Punktar

Fréttablaðið hefur kosið að þjóna ráðamönnum Húsasmiðjunnar með því að þegja um ásakanir nýútkominnar bókar á hendur þeim. Auk þess hefur ritstjóri blaðsins komið fram sem blaðurfulltrúi þeirra í öðrum fjölmiðli. Þetta er ekki gott. En lesendur Fréttablaðsins vita þó af þessu máli, ef þeir vilja vita, og geta metið efnisval blaðsins með hliðsjón af því. Alvarlegra er hins vegar, að við vitum ekki með vissu, hverjir eru aðrir eigendur blaðsins. Þess vegna vitum við ekki, hverjir aðrir fá svipaða þjónustu þess í efnisvali. Þar með getur ekki myndast traust milli höfunda og lesenda blaðsins. Þögn um eigendur er slæmt skref í þróunarsögu fjölmiðla. Gegnsæi og traust eru sjálfir hornsteinar vestræns þjóðskipulags.