Feilnóta í fimmta sæti

Punktar

Til þess að koma Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á þing í fimmta sæti norðurkjördæmis Reykjavíkur þarf Samfylkingin upp undir helming alls fylgis, sem er langt umfram villtustu væntingar. Hún er því að rugga báti Reykjavíkurlistans fyrir veika von um varaþingsæti, sem er hvorki fugl né fiskur. Hún hefði getað farið í prófkjör og tekið fyrsta sæti listans með glans og hún gat tekið neðsta sætið sem áhrifalausan virðingarsess. Fimmta sætið er bara feilnóta, ekki einu sinni baráttusæti. Skýringar hennar hafa ekki verið sannfærandi. Megináhrifin eru þau, að Reykjavíkurlistinn verður ekki samur aftur.