Símtalið og mannslífin

Punktar

Með voru 143 ríki og á móti voru Bandaríkin ein. Dick Cheney varaforseti hringdi á föstudaginn var til Genfar í Robert Zoellick, formann samninganefndar Bandaríkjanna, og bannaði honum að skrifa undir samkomulag allra þjóða heims um nánari útfærslu á ákvörðun Doha-ráðstefnu Heimsviðskiptastofnunarinnar í fyrra um ódýrari lyf handa þriðja heiminum. Með símtalinu fór ráðstefnan í Genf út um þúfur. Risafyrirtæki bandaríska lyfjaiðnaðarins töldu einkaleyfum sínum stefnt í hættu á of mörgum sviðum. Þau eru einn helzti fjárhagslegi bakhjarl repúblikana í Bandaríkjunum og tóku út inneign sína á þennan hátt. Símtal Cheney varaforseta í þágu lyfjarisanna mun kosta milljónir manna lífið í þriðja heiminum á hverju ári. Frá þessu er sagt í fjölmiðlunum BBC og Guardian.