Viðstöðulaus akstur

Punktar

Brýnustu samgöngumannvirki landsins eru mislæg gatnamót með viðstöðulausum akstri án umferðarljósa á þremur meginæðum höfuðborgarsvæðisins, Miklubraut-Vesturlandsvegi-Suðurlandsvegi, Kringlubraut-Hafnarfjarðarvegi, Reykjanesbraut-Sæbraut-Sundabraut. Þetta eru allt fjölfarnar þjóðbrautir á vegum ríkisins, sem hefur meira dálæti á borun fjalla í fámennum héruðum. Með því að gera meginæðar Reykjavíkursvæðisins viðstöðulausar í akstri sparast tími, benzín og mengun. Kjósendur þriggja kjördæma ættu að spyrja þingmannsefni sín um þetta í kosningabaráttunni.