Misjöfn er kristnin

Punktar

Aðeins 20% íbúa Vestur-Evrópu sækja kirkju vikulega og aðeins 14% íbúa Austur-Evrópu. Hins vegar sækja 47% Bandaríkjamanna kirkju vikulega. Ef Evrópumenn eru ekki af rómverskum eða grískum rétttrúnaði, eru þeir lútersmenn, kalvínsmenn eða biskupakirkjumenn, það er í ríkiskirkju eða staðarkirkju hvers héraðs. Allt aðrir söfnuðir hafa sótt fram í Bandaríkjunum, sértrúarsöfnuðir með róttæku messuhaldi, svo sem hvítasunnusöfnuðir af ýmsu tagi, svo og mormónar. Slíkir söfnuðir eru líka duglegastir við að breiða boðskapinn um þriðja heiminn, oft í samkeppni við Íslam. Bandarískir hvítasunnusöfnuðir eru flestir andvígir þróunarkenningu Darwins og hommum og styðja Ísrael eindregið. Frá þessu segir í jólahefti Economist. Gleðileg jól.