Það góða sem ég vil …

Punktar

Menn halda áfram að reykja, þótt þeir þjáist af sjúkdómum, sem tengjast reykingum og læknar hafi sagt þeim að hætta. Niðurstaða fjölmennrar rannsóknar á vegum bandarískrar ríkisstofnunar á sviði heilsurannsókna sýnir, að margir geta ekki hætt að reykja, þótt þeim hafi verið sýnt fram á, að þeir verði að hætta. Þeir hætta jafnvel ekki, þótt þeim sé sagt, að lungu þeirra lagist, þegar þeir hætti að reykja. Þetta segir Norman H. Edelman við ríkisháskólann í New York, að stafi auðvitað af, að tóbaksnautn sé fíkn eins og svo margar aðrar fíknir, sem sumir ráða ekki við, þótt þeir fegnir vildu. Frá rannsókninni segir nánar í frétt frá Associated Press.