Fréttir af frændum

Punktar

Í náttúrusögusafninu í New York hefur tekizt að setja saman heila beinagrind af dæmigerðum manni af Neanderdalstegundinni, sem bjó í Evrópu fyrir rúmlega 200.000 árum og varð útdauð fyrir 30.000 árum, þegar Cro Magnon manngerðin varð einráð um allan heim. John Noble Wilford segir frá þessu í New York Times. Höfundar verksins telja útkomuna benda til, að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki verið afbrigði mannsins, heldur sérstök tegund, svo ólíkur okkur, að hann skæri í augu, ef hann væri uppáklæddur á ferð um New York nútímans. Á sama tíma segir BBC frá rannsóknum, sem benda til, að órangútan apinn í Indónesíu sé líkari manninum en áður hefur verið talið og sýni 24 einkenni menningarlífs. Fjölþjóðahópur fræðimanna, sem fann þetta út, segir það sýna, að sérþróun mannsins hafi byrjað fyrir 14 milljón árum, miklu fyrr en áður var talið.