Steve Lohr segir í New York Times, að stýrikerfið Linux, sem er opið og ókeypis, sé í vaxandi mæli farið að ógna einokun Microsoft, sem leigir út stýrikerfið Windows með harðri hendi. Tölvufyrirtækin IBM og Hewlett-Packard hafa gert Linux að sínu stýrikerfi. Ýmis risafyrirtæki eru farin að skipta Windows út fyrir Linux með góðum árangri. Fyrirtækin gera þetta til að losna úr bóndabeygju Microsoft.