Þótt nokkrir vestur-evrópskir forsætisráðherrar hafi lýst stuðningi við Íraksstefnu Bandaríkjastjórnar í sérstakri blaðaauglýsingu, tala þeir ekki fyrir hönd borgaranna. Spánverjar, Portúgalar, Ítalir og Danir eru jafn eindregið andvígir fyrirhugðu Íraksstríði og aðrar þjóðir Vestur-Evrópu, þar sem forsætisráðherrar skrifuðu ekki undir auglýsinguna. Enn sem fyrr stýra Frakkland og Þýzkaland þróun Evrópu með stuðningi meirihluta ríkja Evrópusambandsins. Tony Blair er áhrifalítill sendisveinn Bandaríkjanna á útjaðri evrópskra stjórnmála. Þeir Roy Denman og William Pfaff skrifa ágætar greinar í International Herald Tribune um raunveruleg völd og viðhorf í Evrópu.