Evran sigrar Moskvu

Punktar

Evrur hafa á skömmum tíma tekið við af dollurum sem gjaldmiðill þeirra Rússa, sem ekki treysta rúblum. Fínu verzlanirnar í Moskvu skrá ekki lengur verð í dollurum, heldur evrum. Þessi gjaldmiðlaskipti geta haft mikil áhrif á afstöðu dollars og evru, því að Rússar eru samtals taldir geyma fimmtíu milljarða dollara undir rúmdýnum sínum, stærsta dollarasjóð í heimi. Hagfræðingar telja umskiptin eðlileg, því að Rússar eru nær Evrópusambandinu en Bandaríkjunum og eiga meiri viðskipti við evrusvæðið en dollarasvæðið. Frá þessu segir Michael Wines í New York Times.