Ef menn vilja stríð gegn verstu óvinum lýðræðis í heiminum, er nærtækara að byrja á stríði gegn t.d. Pakistan og Sádi-Arabíu, fremur en Írak. Ef menn vilja stríð gegn hættulegustu handhöfum gereyðingarvopna, er nærtækara að byrja á stríði gegn t.d. Pakistan, Norður-Kóreu og Ísrael, fremur en Írak. Ef menn vilja stöðva hryðjuverk á Vesturlöndum, er nærtækara að byrja á stríði gegn t.d. al Kaída, Pakistan, Ísrael og Sádi-Arabíu, fremur en Írak. Ef menn vilja treysta heimsfriðinn sem mest, er nærtækara að byrja á stríði gegn t.d. Bandaríkjunum og Ísrael, fremur en Írak. Heimurinn er fullur af fúlum valdhöfum. Saddam Hussein er bara einn af mörgum og sennilega ekki sá versti. Fyrirhugað stríð við Írak er á vitlausum stað í forgangsröð heilagra stríða.