Flestir Íslendingar eru frjálsir menn og sínir eigin herrar. En til eru þeir, ekki sízt á hæstu stöðum, sem haldnir eru þrælsótta og skríða í duftinu. Til dæmis eru margir áhrifamenn í viðskiptalífinu hræddir við Davíð Oddsson forsætisráðherra. Þeir koma beint og óbeint til hans fyrirspurnum um, hvort þeir megi ráða þennan eða hinn í lykilstöðu og hvort þeir megi taka þessa eða hina stefnuna í rekstri fyrirtækisins. “Hvað skyldi Davíð segja”, spyrja þeir sjálfa sig og skjálfa á beinunum. Ótti þeirra kann að vera fyllilega ástæðulaus, en forsætisráðherra hefur samt ekkert gert til að lina þrælsóttann og veita birtu frelsisins inn í litlar sálir hina hræddu áhrifamanna. Honum finnst nefnilega gott, að menn skríði fyrir sér. Honum finnst Afríkustandið vera notalegt.