Fínar greinar á netinu

Punktar

Veraldarvefurinn er frábær. Í morgun gat ég fengið á kortéri með kaffinu góða innsýn í þá heimssögulegu atburði, sem nú eru að gerast, með því að lesa greinar William Pfaff, Barry James og Maureen Dowd í International Herald Tribune, greinar Gary Younge, Jon Henley og Seumas Milne í Guardian og greinar Thomas L. Friedman, Patrick Tyler og James Dao í New York Times. Hvarvetna blasir við, hvernig ofstækismenn bandarísku ríkisstjórnarinnar eru að brjóta allar brýr að baki sér í stríðsþrá sinni. Athyglisvert er, að allir eiga þessir ofstækismenn það sameiginlegt að hafa komið sjálfum sér undan herþjónustu á sínum tíma.