Örvæntingarfullur Halldór Ásgrímsson er afkastamestur pólitíkusa í ábyrgðarlausum yfirboðum þessa dagana. Nú vill hann nota söluverð ríkisbankanna til að kaupa atkvæði kjósenda, sem margir eru veikir fyrir glórulausum yfirboðum og þyrstir í skattalækkun. Jafnframt reynir Halldór að telja okkur trú um, að þetta séu peningar, sem komi úr stóriðjunni. Skynsamlegra væri að nota söluverð ríkisbankanna í að greiða niður ríkisskuldir, til þess að eignir og skuldir ríkisins haldist í jafnvægi og til þess að reikningurinn fyrir óráðsíu Halldórs og annarra af sama sauðahúsi sé greiddur strax, en ekki sendur afkomendum okkar. Nóg hefur þeim samt verið sent.