Stríði frestað enn

Punktar

Í nótt voru birtar tvær tillögur í öryggisráðinu, tillaga Bandaríkjanna, Bretlands og Spánar um, að kominn sé tími til árásar á Írak, og tillaga Frakklands, Þýzkalands og Rússlands um, að ekki sé kominn tími enn, heldur skuli áfram leitað ólöglegra vopna um sinn. Bandaríkin hafa hins vegar ekki nema stuðning eins ríkis til viðbótar, Búlgaríu, og hyggjast því ekki leggja áherzlu á afgreiðslu sinnar tillögu fyrr en eftir rúmar tvær vikur, þegar betur er komið í ljós, hvort Saddam Hussein fer að kröfum vopnaleitarmanna. Í rauninni verður því farið eftir tillögu Frakklands næstu tvær vikurnar.