Bandaríkjamenn gegn Bush

Punktar

Dálkahöfundurinn Matthew Engel lýsir í Guardian ferðum sínum um Bandaríkin og segir, að erfitt hafi verið að finna stuðningsmenn utanríkisstefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta, jafnvel í miðvesturríkjunum. Hann minnir á, að bandaríski dálkahöfundurinn Thomas Friedman hafi komizt að sömu niðurstöðu. Skiljanlegt sé, að allir hati Bush í útlöndum, en athyglisverðara sé, að hann hafi ekki sannfært Bandaríkjamenn um réttmæti fyrirhugaðs stríðs við Írak.