Þótt ráðamenn Bandaríkjanna séu stríðsglaðari en fyrirrennarar þeirra, er öll saga utanríkisstefnu landsins blóði drifin. Dálakhöfundurinn Simon Tisdall minnir í Guardian á stríð Bandaríkjanna í Kóreu, Vietnam, Persaflóa og Afganistan, stuttar atlögur við Líbíu, Panama, Grenada og Sómalíu, langdregin átök á borð við kalda stríðið, stríð gegnum leppa í Angóla og Mósambík, stríð að tjaldabaki í Líbanon og Kambódíu, leynistríð í Chile og Kúbu, Nicaragua og El Salvador. Eins og fyrri heimsveldi á borð við Róm og Bretland nærast Bandaríkin á ofbeldi í þriðja heiminum. Ef einhver ríki eru fyrir Bandaríkjunum, er stríð ekki síðasta úrræðið, heldur það fyrsta. Þess vegna verður farið í stríð við Írak, hvað sem Sameinuðu þjóðirnar segja og hvað sem almenningsálitið segir um allan heim.