Í morgun gáfu Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóða landbúnaðarstofnunin (FAO) út sameiginlega skýrslu um offitu, samda af þrjátíu vísindamönnum. Í henni er mælt með, að viðbættur sykur sé innan við 10% af hitaeiningum matar. Að öðru leyti eru ráðleggingarnar svipaðar og í fyrri skýrslum af þessu tagi. Sykur, salt og fita eru sökudólgar offitu og sykurinn er stærsti sökudólgurinn. Þetta er í fyrsta skipti, að hámarksprósenta er notuð sem markmið í alþjóðlegri manneldisstefnu, enda hafa samtök gosdrykkjaframleiðenda varizt af hörku. Þau hafa beitt sömu aðferðum og samtök tóbaksframleiðenda og samtök lyfjaframleiðenda. Frá þessu er sagt í Washington Post í morgun.