Stalín byrlað eitur

Punktar

Nýtt sagnfræðirit um dauða Stalíns 1. marz 1953, eftir Vladimir Naumov og Jonathan Brent, kemst að þeirri niðurstöðu, að einræðisherranum hafi verið byrlað eitrið warfarin í fjögurra manna borðhaldi, þar sem voru Nikita Krústsjov og Lavrenti Beria. Höfundarnir telja Beria hafa framið verknaðinn, enda kom hann í veg fyrir, að Stalín fengi læknishjálp fyrstu klukkutímana eftir verknaðinn. Höfundarnir telja morðið tengjast fyrirhuguðum sýndarréttarhöldum, þar sem Stalín ætlaði að láta taka af lífi fjölda lækna fyrir samsæri um að ráða sig af dögum. Michael Wines skrifar grein um sagnfræðiritið í New York Times í dag.