Þrýstar kvarta

Punktar

Allir þrýstihópar reyna að hafa áhrif, rétt eins og fyrirtæki og stofnanir reyna að hafa áhrif. Landsvirkjun og Iðnaðarráðuneytið leita allra færa til að reisa sem flest orkuver og beita í því skyni alls konar þrýstingi. Það er hrein hræsni, þegar slíkir aðilar kvarta um, að áhugasamtök um verndun ósnortinna víðerna reyni að hafa áhrif á alls konar aðila, sem geta lagt stein í götu ráðagerða um víðtæk landspjöll. Ef slík samtök geta fengið verktaka til að hætta við að bjóða í verk og fjármálastofnanir til að hætta við að fjármagna þær, er það ekkert annað en einn þrýstingurinn af mörgum. Þrýstar geta ekki kvartað, þegar þrýst er á móti þeim.