Guardian segir frá því morgun, að tveir fangar hafi látizt af völdum pyndinga í herstöð Bandaríkjanna í Bagram í Afganistan. Aðrir fangar í herstöðinni hafa lýst vinnubrögðum, sem notaðar eru við yfirheyrslur fanga. Þær eru langt utan þess ramma, sem heimilaðar eru samkvæmt alþjóðalögum. Þetta er í samræmi við, að Bandaríkin neituðu að taka þátt í hinum nýstofnaða stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna, börðust af hörku gegn stofnun hans og hafa lagt mikla áherzlu á að knýja undirgefin ríki til samninga um að draga ekki bandaríska ríkisborgara fyrir dómstólinn.