Í skoðanakönnunum víðs vegar um vesturlönd kemur í ljós, að fólk telur George W. Bush vera hættulegri en Saddam Hussein. Þessi skoðun ríkir meira að segja í gömlum bandalagsríkjum á borð við Kanada og Írland. Vesturlandabúar telja almennt, að heimsfriðnum stafi margfalt meiri hætta af Bandaríkjunum en Írak. Þeir fáu valdamenn, sem styðja Bandaríkin, gera það af skelfingu eða fyrir peninga, en ekki af góðum vilja. >Nicholas D. Kristof ræðir í New York Times um allt það tjón, sem orðið er á samskiptum Bandaríkjanna og umheimsins, áður en hleypt er af fyrsta skotinu í fyrirhuguðu stríði.