Dísill slær við vetni

Punktar

Rannsóknir við Massachusetts Institute of Technology benda til, að vetnisbílar eigi langt í land, þrátt fyrir mikla áherzlu á tilraunir með þá, enda séu þeir alls ekki eins vistvænir og af er látið. Til skamms tíma litið eru meiri líkur á, að unnt verði að bæta eldsneytisnýtingu dísilvéla með rafmótorum, svokölluðu blönduðu kerfi, sem til skamms tíma er talið vistvænna en vetnistæknin eins og hún horfir við um þessar mundir. Sé hins vegar litið þrjá-fimm áratugi fram í tímann, er enginn kostur sjáanlegur til að knýja bíla annar en vetni. Frá þessu var sagt á BBC.