CNN er vondur fréttamiðill

Punktar

Dögum saman hefur sjónvarpsstöðin CNN sagt, að Jose María Aznar sé forseti Spánar, þótt allir aðrir viti, að Spánverjar hafa kóng og að enginn hefur kóng og forseta í senn. Fáfræði fréttamanna stöðvarinnar og sérbandarískt sjónvarhorn eru oft það eina, sem ferðamenn hafa sér til upplýsingar í útlöndum, ef þeir skilja ekki mál landsins og hafa ekki aðgang að heimspressunni eða internetinu. CNN er gott dæmi um, að sjónvarpið er fremur leikhús en fréttamiðill og að andlitin á skjánum eru fremur leikara en fréttamanna. Í gamla Persaflóastríðinu tókst stöðinni að telja mönnum trú um, að það væri fréttamiðill, sem sýndi stríð í beinni útsendingu. Í rauninni var stöðin að sýna falsaðar og fyrirfram gerðar myndir frá bandaríska hernum. Í yfirvofandi stríði fáum við enn betur að sjá, hvernig sjónvarpsstöðin þjónar bandarískum hagsmunum með enn viðameiri myndfölsunum til að réttlæta árásina.