Fjörutíu ára gamall var George W. Bush drykkfelldur iðjuleysingi og pabbadrengur, þegar hann frelsaðist snögglega, hætti að bragða áfengi og endurfæddist í Kristi að hætti ýmissa ofsatrúarmanna í Baptistakirkjum Suðurríkjanna, sem eru heimilisvinir hans. Smám saman magnaðist í honum trúarofsinn og hann fór að eiga einkasamræður við guð. Upp á síðkastið er hann farinn að upplýsa í opinberum ræðum, að hann sé útvalinn af guði til að fara í stríð við óvini ríkisins. Áður hafði hann upplýst í opinberri ræðu, að stríðið við Írak væri krossferð, orðrétt. Betra hefði verið fyrir okkur öll, að hann hefði haldið áfram að glíma við Jack Daniels og látið Jesú Krist í friði.