Sorgleg aðild Íslands

Punktar

Óbein aðild ríkisstjórnar Íslands að fjöldamorðum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra á saklausu fólki er sorgleg. Hún er skelfilegt dæmi um, að borubrattir menn við skrifborð geta verið fjarlægir mannlegum veruleika þeirra, sem verða fyrir ópersónulegum loftárásum. Vonandi leiðir þetta ekki til þess, að forsætisráðherra okkar og utanríkisráðherra verði um síðir dregnir fyrir hinn nýja stríðsglæpadómstól í Haag. Þetta eru bara bjánar, en ekki alvöru illmenni. En þeir öfluðu sér ekki undanþágu frá Haag eins og George W. Bush gerði.