Stríð sem tölvuleikur

Punktar

Við horfum í sjónvarpi á tölvuleik, sem kallast herferðin til Bagdað. Í tölvuleikjum er mikið um sprengjuhávaða og hetjuskap, en lítið um dauða barna og annarra óbreyttra borgara. Þótt sprengjum hafi rignt yfir helztu borgir Íraks, eru engar frásagnir birtar af mannfalli almennings og því síður myndskeið af því. Allur þorri vestrænna sjónvarpsmanna er þáttur í árásinni, í fylgd með innrásarliðinu, veit ekkert um afleiðingar loftárásanna og er raunar hluti af ímyndaherferð innrásarliðsins. Það verður ekki fyrr en löngu seinna, að við fáum óljósar fréttir af hörmungum styrjaldar, sem látin er líta út á skjánum eins og tölvuleikur.