Frelsaðir gegn vilja sínum

Punktar

Washington Post segir frá ferð Rosalind Russell, fréttaritara Reuters, í áttina að Basra í kjölfar brezka hersins. Unglingarnir við vegbrúnina veifuðu hermönnunum, þegar þeir fóru hjá, en grettu sig, þegar hermennirnir sáu ekki lengur til þeirra. “Við viljum þá ekki hér, þetta er Írak” sagði einn heimamanna. Einn unglinganna tók upp mynd af Saddam Hussein. Þetta er í héraði sjíta, sem sagðir eru andsnúnir miðstjórninni í Bagdað. Svo virðist sem ekki séu margir Írakar áfjáðir í að láta Bandaríkjamenn og Breta frelsa sig. Í fréttinni segir, að leiðin til Basra sé vörðuð brunnum líkum manna. Brezkir og bandarískir fjöldamorðingjar hafa talið sig þurfa að drepa þá til að frelsa þá.