DV hefur vegnað illa síðan ég hætti að vinna þar fyrir rúmu ári. Eftir það hrapaði lestur blaðsins um 16% á skömmum tíma og hefur samkvæmt nýjustu tölum Gallups alls hrapað um 35%. Blaðið safnar tugmilljóna skuldum í mánuði hverjum og stefnir hröðum skrefum til endalokanna. Þetta er blað, sem var selt á meira en milljarð króna fyrir tæpum tveimur árum. Sorglegt er, þegar góð fyrirtæki lenda í höndum manna, sem kunna ekki með að fara.