Ofmeta sig og ofreyna

Punktar

Richard Bernstein segir í New York Times, að árás Bandaríkjanna á Írak sé orðin að risavöxnum mistökum í almannatengslum. Um allan heim og ekki sízt í fyrrverandi bandalagsríkjunum á Vesturlöndum skrifi dálkahöfundar, að hrokafull Bandaríkin séu drukkin af hernaðaryfirburðum sínum. Fréttatímaritið Spiegel í Þýzkalandi velti því fyrir sér, hvort bandaríska heimsveldið sé að riða til falls. Það sé þjakað af sama sjúkdómi og heimsveldi fyrri alda, þeim að ofmeta sig og ofreyna.