Áhrif fjárglæframannsins Silvio Berlusconi, sem er forsætisráðherra Ítalíu, ná til Sjálfstæðisflokksins á Íslandi. Á landsþingi flokksins blasir við íslenzkað slagorð Berlusconi: Forza Italia, Áfram Ísland. Þetta er ekki í fyrstu ítölsku áhrifin á íslenzk stjórnmál. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn tekið upp slagorð fasistans Mussolini: Stétt með stétt. Búast má við, að nýja slagorðið verði áhrifamikið í kosningunum, rétt eins og hin róttæku yfirboð flokksins á skattalækkunarloforðum hinna flokkanna. Yfirboðin eru einnig að hætti Berlusconi, sem náði nægu fylgi í síðustu kosningum á Ítalíu til að verða forsætisráðherra og láta hjá líða að efna loforðin. Huliðshjálmurinn, sem Sjálfstæðisflokkurinn vill hafa yfir samskiptum stjórnmála og peningafursta, er einnig að hætti Berlusconi. Þess vegna ræður kolkrabbi ríkjum í báðum löndum.