Adrian Hamilton segir í Independent, að Bandaríkin séu um það bil búin að tapa friðnum, sem komi, þegar stríðinu sé lokið. Allur umheimurinn hafi tekið afstöðu til stríðsins og ákveðið, að það sé amerískt stríð fyrir amerískum hagsmunum. Arabíska stöðin Al Jazeera sé núna talin öruggasta heimildin um gang stríðsins, betri en vestrænir fjölmiðlar. Hann telur, að allur heimurinn sé orðinn and-bandarískur og verði það áfram, þótt ráðamenn sumra smáríkja telji sig sjá sér hag í að nudda sér utan í heimsveldið. Hann minnist ekki sérstaklega á Davíð og Halldór.