Brezki herinn óþarfur

Punktar

Roy Denman minnir í International Herald Tribune á, að Donald Rumsfeld, stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi launað Tony Blair liðveizluna við árásina á Írak með því að segja fyrirlitlega, að brezku hersveitirnar séu óþarfar. Blair hafi aðeins haft vandræði og niðurlægingu upp úr stuðningnum við bandarísku styrjaldarstefnuna.