Aðeins 100 komu af 3.000

Punktar

Þegar Bandaríkjastjórn taldi sér trú um, að hún ætlaði að frelsa Íraka frá oki Saddam Hussein, kom hún á fót hernaðarlegum æfingabúðum í Ungverjalandi fyrir írakska stjórnarandstæðinga, sem voru landflótta. Gert var ráð fyrir, að 3.000 útlagar fengju þar þjálfun til að taka þátt í innrásinni. Þegar til kastanna kom, reyndust innan við 100 tilbúnir til að fara í þessa þjálfun og hefur búðunum því verið lokað, ríkisstjórn Ungverjalands til mikils léttis. Hins vegar er stöðugur straumur útlaga til Íraks til að taka þátt í vörnum landsins. Þótt þeim sé illa við Saddam Hussein, er þeim enn verr við innrásina. Ian Traynor segir í Guardian frá þessum álitshnekki Bandaríkjanna.