Morgunblaðið hefur upplýst, hver sé árangur velmegunarinnar, sem dásömuð var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Stéttaskipting hefur aukizt í skólum landsins og íþróttafélögum. Hún lýsir sér m.a. í, að sum börn hafa ekki efni á að kaupa skólamáltíðir eða stunda íþróttir. Þetta er upphafið að árangrinum af vaxandi kostnaðarhlutdeild almennings í þjónustu, sem beint eða óbeint er á vegum hins opinbera. Við siglum áleiðis til þjóðskipulags Bandaríkjanna, þar sem auðræði hefur leyst lýðræði af hólmi, þar sem meira en allur hagvöxturinn fer í að bæta kjör þeirra allra bezt settu, og þar sem almúginn verður sífellt fátækari. Sjálfstæðisflokkurinn mun færa okkur slíkt þjóðskipulag.