Falsvitni fjölmiðla

Punktar

David Leigh rekur í Guardian fjölmörg ósannindi, sem að undirlagi áróðursstjóra árásarinnar á Írak hafa birzt í vestrænum fjölmiðlum um ástandið í Írak og gang stríðsins. Hann vekur athygli á, að fjölmiðlar láta sig hafa það að birta hverja lygina á fætur annarri, þótt fyrri ósannindi hafi þegar verið hrakin. Leigh reynir að útskýra frá herfræðilegu sjónarmiði, hvert hafi verið hlutverk hverrar lygi fyrir sig.