Polly Toynbee rekur í Guardian ýmsar ástæður þess, að ekki er ástæða til mikillar bjartsýni um velgengni friðarins eftir stríðið við Írak. Hún telur, að væntanlegir sigurvegarar stríðsins hafi óraunhæfar hugmyndir um stöðu mála í Miðausturlöndum. Hún efast um, að frelsun Íraka muni færa þeim mikla gæfu. Auk þess nefnir hún ræðu John Bolton, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem hann gælir við hugmynd um að ráðast á Íran í beinu framhaldi af árásinni á Írak.