Efnavopna-Donald

Punktar

George Monbiot talar um stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna í Guardian og kallar hann efnavopna-Donald. Hann hafi fengið George W. Bush í síðustu viku til að samþykkja notkun á táragasi gegn Írökum. Þetta stríðir gegn alþjóðlegum sáttmála um efnavopn, þar sem sérstaklega er tekið fram, að táragas megi ekki nota í stríði. Táragas er jafn hættulegt og annað eiturgas, svo sem kom fram, þegar 128 manns létust í leikhúsi í Moskvu í október í fyrra. Táragasið hefur þegar verið sent til vígstöðvanna og landgönguliðar bandaríska hersins hafa þegar verið þjálfaðir í notkun þess. Allt er þetta ólöglegt. Bandaríkjastjórn er að hefja nýjar víddir í stríðsglæpum sínum á sama tíma og Írakar beita engum efnavopnum.