Menn trúa skattahruni

Punktar

Skoðanakönnun hefur sýnt, að margir taka mark á loforðum, sem stjórnmálaarmar peningavaldsins gefa um að lækka skatta villt og galið, jafnvel þótt loforðin gefi stjórnmálaarmar, sem lengi hafa verið við völd án þess að sjá ástæðu til að lækka skatta fyrr en nú. Ánægja manna með þessi yfirgengilegu loforð styður þá kenningu, að kjósendur fái þá valdamenn, sem þeir eiga skilið. Ennfremur þá kenningu, að það sé ekkert að á Íslandi, sem ekki sé hægt að laga með því að skipta um kjósendur.