Kenneth Chang segir í New York Times, að ný orkulind hafi færzt nær okkur í tíma með vel heppnaðri tilraun með kjarnasamruna í Sandia rannsóknastofunni í Philadelphia. Tilraunin bendi til, að ekki þurfi gríðartrausta tanka utan um heitt vetni, heldur sé hægt að framkalla raðsprengingar eins og í bílvél. Þetta muni leiða rannsóknir á vetnisorku inn á nýjar brautir, en eigi að síður muni áratugir líða áður en hægt verði að hagnýta hana í daglegu lífi.