William Pfaff segir í International Herald Tribune, að hægri öfgamennirnir, sem ráða Bandaríkjunum, þjáist af ótta við hið ókunna og séu sefasjúkir ofstækismenn. Þeir trúi, að rétt sé að slátra fólki í krafti kennisetninga. Í annarri grein í sama blaði segir Pfaff, að orðstír Bandaríkjanna í heiminum sé horfinn og mörg lýðræðisríki séu farinn að líta á þau sem ógnun. Þessi ríki muni einangra Bandaríkin enn frekar en orðið er. Hann telur, að Bandaríkin muni tapa á því að hafa grafið undan alþjóðsamfélaginu og hefðbundnum vinnubrögðum þess.