Peter Preston, útgáfustjóri Guardian blaðanna, gagnrýnir vestræna fjölmiðla, einkum sjónvarpsstöðvar, fyrir að flytja ritskoðaðar og stórlega mildaðar fréttir af blóðbaðinu í Írak. Hann furðar sig á, að stöðvar, sem telja, að samfellt ofbeldi og morð í afþreyingarefni henti áhorfendum sérstaklega vel, skuli telja, að koma þurfi í veg fyrir, áhorfendur þurfi að þola að sjá afleiðingar raunverulegs ofbeldis og fjöldamorða, sem vestrænir aðilar fremja í Írak. Það er einmitt þetta gerilsneydda efni vestrænna sjónvarpsstöðva, sem sýnt er í hlutdrægu sjónvarpi hér á Íslandi.