Einföld kosningamál

Punktar

Skoðanakönnun sýnir, að kosningamálin eru aðeins tvö, skattar og velferð. Því er eðlilegt, að stjórnmálaflokkarnir yfirbjóði hver annan í skattalækkunarloforðum og mest Sjálfstæðisflokkurinn. Því er eðlilegt, að stjórnmálaflokkunum þyki þessa dagana ákaflega vænt um alla, sem eru minni máttar, og mest stjórnarflokkunum, sem hafa löngum látið þau mál sitja á hakanum. Í hugum fávísra kjósenda jafngildir Sjálfstæðisflokkurinn skattalækkun og Samfylkingin velferð. Þetta eru líka einu flokkarnir, sem sérstaklega bjóða fram forsætisráðherraefni. Öðrum flokkum duga mál á borð við eignarhald á auðlindum sjávar og virkjanir á hálendinu til smáflokkafylgis. Sérmál Framsóknarflokksins er, að formaður flokksins verði áfram utanríkisráðherra, en fáir hafa játast í skoðanakönnunum undir þá hugsjón.