Gömlu brýnin bíta Blair

Punktar

Robin Cook, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, sem nýlega sagði af sér sem forseti brezka þingsins, gagnrýndi í New Statesman harðlega Bandaríkjastuðning brezku stjórnarinnar. Hann segir, að sambúð stjórnar Tony Blair við róttæka hægri stjórn í Bandaríkjunum sé stærsta utanríkisvandamál Bretlands. Þessi árás kemur beint í kjölfar þess, að John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sagði í Today þættinum í sjónvarpinu, að diplómatískur skaði Breta af völdum Íraksstríðsins sé óbætanlegur. Í greininni segir Cook, að samband Reagan og Thatcher hafi verið eðlilegt, þar sem þau voru á sama væng stjórnmálanna, en sama gildi ekki um Bush og Blair. Hann segir, að Bretland hafi einangrast í Evrópu og sé illa þokkað í þriðja heiminum vegna fylgispektar Blair við Bush.