Andbandarísk viðhorf

Punktar

Jeffrey E. Garten segir í International Herald Tribune, að Bandaríkin muni tapa utanríkisviðskiptum vegna Íraks, þótt bandarísk fyrirtæki sitji að verkefnum í Írak. Víða um heim séu menn farnir að sniðganga bandarískar vörur og bandaríska þjónustu. Hann telur, að andbandarísk viðhorf í heiminum séu annars eðlis en þau voru áður. Þá einkenndu þau fámenna hópa, en nú séu þau orðin að almannaviðhorfi um allan heim. Áður hafi menn verið andvígir því, sem Bandaríkin gerðu, en nú séu menn andvígir því, sem Bandaríkin séu. Andstaða við Bandaríkin sé að verða hreyfiafl alþjóðastjórnmála.