Þræla meira fyrir minna

Punktar

Bandaríkjamenn vinna 1978 tíma árlega, níu vikum lengur en Evrópumenn, sem vinna 1628 tíma árlega. Bandaríkjamenn unnu raunar 199 tímum lengur árið 2000 en þeir gerðu árið 1973. Öll framleiðniaukning Bandaríkjanna á þessum tíma fór í að efla auðmagnið, en láglaunafólk hafði lægri rauntekjur árið 2000, en það hafði haft árið 1973. Venjulegur Norðmaður vinnur 29% minna en Bandaríkjamaður, en hefur þó aðeins 16% lægri tekjur. Evrópumenn hafa fimm-sex vikna sumarfrí, en Bandaríkjamenn aðeins tveggja vikna. Svona ólíkt er gildismatið austan og vestan Atlantshafs. John de Graaf skrifar um þetta í International Herald Tribune.