Giles Fraser skrifar í Guardian um grundvallarágreining í kristinni kirkju um eðli föstudagsins langa milli manna meginstraums kristinnar kirkju á borð við Desmond Tutu, sem prédikar fyrirgefningu og góðvilja, og ofstækismanna hefndar, stríðs og manndrápa, sem einkenna Bandaríkin í upphafi 21. aldar og eru raunar við stjórnvölinn þar í landi. Íslenzk lúterskirkja er nærri sjónarmiðum Desmond Tutu, en íslenzkir ofsatrúarsöfnuðir, sem reka sjónvarpsstöðina Omega, standa nær illum anda amerísku línunnar. Dæmigert fyrir afvegaleiðingu hinna síðarnefndu er að telja ritninguna boða, að Ísrael eigi að stjórna lýðum fyrir botni Miðjarðarhafs.