Þegar haldinn verður tveggja daga toppfundur efnahagsvelda í Évian í Frakklandi í vor, mun George W. Bush Bandaríkjaforseti gista um nóttina handan landamæranna í Sviss. Það gerir hann til að refsa Frakklandi fyrir að vera andvígt stríði hans við Írak. Hinir refsiglöðu ráðamenn Bandaríkjanna áttuðu sig ekki á, að Sviss var enn andvígara stríðinu en Frakkland var og leyfði ekki einu sinni yfirflug bandarískra herflugvéla. Frá þessu segir Elisabeth Bumiller í New York Times. Hún hefur oft verið skrítin alþjóðapólitíkin, en nú er hún orðin barnaleg, enda ráða geðsjúklingar ferðinni.